Heilsuleikskólinn Bæjarból auglýsir eftir leikskólakennara

side photo

Heilsuleikskólinn Bæjarból auglýsir eftir leikskólakennara, grunnskólakennara, uppeldis - og menntunarfræðingi eða starfsmanni með aðra hagnýta menntun til að bætast í okkar góða starfsmannahóp. Leikskólar reknir af Garðabæ hafa til úthlutunar sérverkefnasjóð þar sem metnaðarfullir starfsmenn hafa tækifæri til að auka við laun sín.

Í Heilsuleikskólanum Bæjarbóli er lögð áhersla á hreyfingu, hreysti og útiveru.

Einkunnarorð skólans eru: Leikgleði - Agi - Lífsleikni.

 

Menntun, hæfni og reynsla:

  • Kennaramenntun, uppeldisfræðimenntun, þroskaþjálfamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af starfi í leikskóla eða starfi með börnum
  • Ánægja af því að starfa með börnum
  • Áhugi á heilsueflandi leikskólastarfi og hreyfingu
  • Frumkvæði, samskiptahæfni og sjálfstæði í vinnu
  • Góð íslenskukunnátta

 

Umsóknarfrestur er til og með 22. nóvember 2019

Starfshlutfall er 100% eða eftir samkomulagi og umsækjandi þarf að geta hafið störf 15. desember 2019.

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna Bjarnadóttir leikskólastjóri og Rósa B. Arnardóttir aðstoðaleikskólastjóri í síma 591 9340 eða með því að senda tölvupóst á baejarbol@leikskolarnir.is

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um rafrænt á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is. Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá.