Fjölskyldusvið Garðabær auglýsir eftir ráðgjafa

side photo

Fjölskyldusvið Garðabæjar óskar eftir að ráða drífandi og öflugan ráðgjafa í fjölbreytt verkefni innan stuðnings- og öldrunarþjónustu. Leitað er að áhugasömum og sjálfstæðum starfsmanni sem sýnir metnað og frumkvæði í starfi. Um er að ræða 100% starfshlutfall í góðu starfsumhverfi.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Nám í félagsráðgjöf eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Þekking og reynsla af almennri félagsþjónustu og félagslegri ráðgjöf er skilyrði
 • Þekking og reynsla af vinnu og meðferð mála með einstaklingum og fjölskyldum er skilyrði
 • Lipurð í mannlegum samskiptum
 • Skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð
 • Áhugi og reynsla af þverfaglegri teymisvinnu
 • Góð tölvukunnátta
 • Góð tök á íslenskri tungu og hæfni í framsetningu texta

Helstu verkefni:

 • Veitir almenna félagslega ráðgjöf til einstaklinga og fjölskyldna innan stuðnings- og öldrunarþjónustu
 • Eflir notendur til sjálfshjálpar með ráðgjöf, stuðningi og hvatningu
 • Skráning í málakerfi og ritun greinargerða
 • Móttaka, mat og afgreiðsla umsókna um stuðnings- og öldrunarþjónustu
 • Skipuleggur þjónustu til einstaklinga innan stuðnings- og öldrunarþjónustu
 • Gerð einstaklingsmiðaðra þjónustuáætlana
 • Samstarf við aðila innan sveitarfélags og utan við vinnslu mála
 • Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu á fjölskyldusviði
 • Þátttaka í stefnumótun, mótun verkferla og starfsáætlana

Umsóknarfrestur er til og með 24. ágúst 2022.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Þóra Gunnarsdóttir í síma 5258500 eða með því að senda tölvupóst á thoragunn@gardabaer.is

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Samband íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, er hvattir til að sækja um.

Umsóknum skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um með því að smella á Skrá inn og sækja um starf  hér að neðan.