Álftanesskóli auglýsir eftir starfsmönnum í hlutastarf á Frístundaheimilið Álftamýri

side photo

Álftanesskóli er heildstæður grunnskóli (1.-10. bekk) í Garðabæ. Í Álftamýri eru um 90 - 100 börn sem eru þar við leik, íþróttir og fjölbreytt störf að loknum skóladegi. Daglegur vinnutími er frá kl. 13:00 -16:00. Í boði eru tímavinnustörf og hlutastörf með sveigjanlegum vinnutíma eftir hádegi. Hentar vel sem aukavinna með námi og/eða öðru starfi.


Menntun, reynsla og hæfni: 

  • Uppeldismenntun sem nýtist í starfinu er kostur
  • Reynsla af starfi með börnum er kostur
  • Góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Jákvæðni, ábyrgðarkennd og skipulagshæfileikar

 

Umsóknarfrestur er til og með 25. sept. 2019.

 

Nánari upplýsingar um störfin veita Örn Arnarsson í síma 661 6680, ornar@alftanesskoli.is eða Erna Ingibjörg Pálsdóttir, skólastjóri, í síma 8215009, erna@alftanesskoli.is

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Garðabæjar.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um rafrænt á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is. Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá.