Starfsmaður óskast í 20% starfshlutfall á Ægisgrund 19 heimili fatlaðs fólks í Garðabæ

side photo

Auglýst er eftir starfsmanni á heimili fatlaðs fólks um helgar í afleysingu. Starfshlutfallið er 20%. Um er að ræða vaktavinnu, kvöld-, morgun-, dag- og næturvaktir. Leitað er eftir starfsmanni með áhuga á að starfa með fötluðu fólki og þarf að geta hafið störf sem fyrst.

 

Starfssvið:

  • Starfið felst í að veita íbúum einstaklingsmiðaðan stuðning við athafnir daglegs lífs, innan og utan heimilis
  • Skemmtilegt og lærdómsríkt starf á heimili þar sem fatlaðir einstaklingar búa
  • Starfað er eftir lögum og reglugerðum sem tengjast málefnum fatlaðs fólks

 

Menntun, reynsla og hæfni:

  • Menntun sem nýtist í starfi er kostur svo sem félagsliða- eða stuðningsfulltrúanám
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Samskiptahæfni
  • Íslenskukunnátta er nauðsynleg

 

Umsóknarfrestur er til og með 19. nóvember 2019.


Nánari upplýsingar um starfið veitir Karítas Häsler forstöðumaður í síma 5658130 / 6171583 eða með því að senda tölvupóst á karitasha@gardabaer.is.

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Garðabæjar.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um rafrænt á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is. Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá.