Starfsmaður óskast til afleysinga í eldhús náttúruleikskólans Krakkakots

Náttúruleikskólinn Krakkakot auglýsir eftir aðstoðarmatráði í 100 prósent starfshlutfall. Vinnutími er frá kl. 8:00 - 16:00.

Krakkakot er 6 deilda leikskóli með um 105 nemendur og 30 starfsmenn.

 

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Að annast öll almenn störf í eldhúsi í samráði við matráð leikskólans
  • Starfsðamur í eldhúsi ber ábyrgð á matseld, innkaupum og framkvæmd starfsins í eldhúsinu í fjarveru matráðs
  • Umsjón með þvottum

 

Reynsla og hæfni: 

  • Menntun á sviði matreiðslu er kostur
  • Góð þekking á næringarfræði
  • Skipulagshæfni og sjálfstæði vinnubrögðum
  • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
  • Nákvæmni í vinnubrögðum


Umsóknarfrestur er framlengdur til og með 3. mars 2019.


Nánari upplýsingar um starfið veitir Hjördís Ólafsdóttir leikskólastjóri í síma 5502330 / 8215006 eða með því að senda tölvupóst á hjordisol@leikskólarnir.is


Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitafélaga við Starfsmannafélag Garðabæjar.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. 

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um rafrænt á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is. Umsóknum skal fylgja starfsferilskrá þar sem umsagnaraðilar eru tilgreindir.

 

Deila starfi