Leikskólakennari eða annað uppeldismenntað starfsfólk óskast í leikskólann Kirkjuból

Leikskólinn Kirkjuból er þriggja deilda leikskóli, staðsettur nálægt miðbæ Garðabæjar í fallegu og fjölbreyttu umhverfi. Áherslur leikskólans eru á sköpun og lífsleikni ásamt náttúru og umhverfi. Leikskólinn starfar í anda fjölgreindakenningar Howards Gardner ásamt því að vinna með vináttuverkefni, Lubbi finnur málbein, Numicon og fleira.

Einkunnarorð leikskólans eru: Virðing - Vinátta - Væntumþykja.

Heimasíða leikskólans er: www.kirkjubolid.is 

 

Leikskólar reknir af Garðabæ hafa til úthlutunar sérverkefna- og þróunarsjóð þar sem matnaðarfullir starfsmenn hafa tækifæri til að auka við laun sín.

 

Rúmlega 40% starfsmanna á Kirkjubóli eru fagmenntaðir og viljum við gjarnan auka fjölda þeirra í starfsmannahópnum.

 

Við leitum að stundvísum, ábyrgum og heiðarlegum starfsmanni til að bætast við metnaðarfullan starfsmannahóp leikskólans.

 

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Vinnur með og undir stjórn deildarstjóra
  • Vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara

 

Menntun, hæfni og reynsla:  

  • Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af starfi í leikskóla eða starfi með börnum er æskileg
  • Samskiptahæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði

 

Um er að ræða 100 % stöðu frá 1. mars 2019 eða eftir samkomulagi. Umsóknarfrestur er framlengdur til og með 20. janúar 2019.

 

Nánari upplýsingar um starfið veita Ásta Kristín Valgarðsdóttir leikskólastjóri og Anna Kristín Sveinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri í síma 5656322. Einnig hægt að senda tölvupóst á netfangið kirkjubol@leikskolarnir.is

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um rafrænt á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is. Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá.

 

Deila starfi